28.4.2014 | 12:47
Hvað um útblástur bifreiða ?
Er þá ekki best að fara alla leið í Kópavogi og banna líka akstur bifreiða. Af hverju eiga þeir sem ganga yfir götu að þurfa að anda að sér útblæstri bifreiða ???.
Væri flott að geta bent bílstjórum á að það sé bannað að menga með útblæstri. Setja það líka í lög í Kópavogi.
Gera Kópavog að reiðhjólabæ eins og Gílsi Marteinn vill hafa Reykjavík.
Persónulega held ég að það sé best fyrir fólk eins og Ómar og Gísla Martein að flytja í sveitina. Þar geta þeir notið hreina loftsins á hjólunum sínum.
Vilja banna reykingar í Kópavogi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
aage
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki reyki ég. Enn þetta er rugl. Algjör þvæla. þetta er nú það sem kallað er fasismi. þekkt hjá mörgum hér á landi en þó helst vinstrafólkinu. það vill td vita hvort þú skoðar klám og banna þér það eins hafa þeir áhyggjur af fjárhætuspili ofl ofl.
Ég persónulega sem reyki ekki mun ekki hika við að púa sígó í Kópvogi fyrir framan heimli bæjarstjóra verði þetta að lögum. þvílika heimska og fasismi sem þetta er!
óli (IP-tala skráð) 28.4.2014 kl. 13:01
þetta er mjög gott þetta gerir það að verkum að heimskt fólk átti sig á því að þegar það svalar fíkn sinni í skjóli fyrir vind og rigningu þá er það að reka í burtu fólk sem ekki vill vera að anda að sér þessum óþvera . svipað og ef eiðslufrekur bíll sé lagður inn í miðju bíói í gangi . aftur á móti er mér alveg sama hvar þetta pakk reykir . en reykinga fólk hefur enga skynsemi né virðingu gagnvart öðrum í kringum sig.
það vita allir hversu mikil óþveri þetta er. reykinga fólk veit það alveg . það er bara svo aumt að geta ekki hætt.
ragnar (IP-tala skráð) 28.4.2014 kl. 13:11
Þetta er góð regla sem er verið að mæla fyrir.
Maður getur ekki gengið inn í SMáralind til dæmis öðruvísi en að ganga í gegn um reykjarkóf. Það er gersamlega óboðlegt að bjóða upp á slíkt af þeim sem reykja.
Sama ætti Reykjavík að gera því ef ég vil á sólardegi setjast með kaffi í einmhverju af þessum veitingastöðum við Austurvöll þá verð ég að sitja í reykjarkófi þeirra sem í kring um mig sitja. Það er bannað að reykja á veitingahúsum, það sama á við þó veitingahúsið færi borð sín út undir bert loft því það telst hluti veitingahússins enda þarf leyfi yfirvalda fyrir því að borð séu úti.
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 28.4.2014 kl. 13:42
Boð og bönn. Og hafa vit fyrir öðrum, það er undarleg árátta. Ég reyki ekki en mér finnst þetta nú að bera í bakkafullan lækinn.Því ekki bara banna að selja síkarettur á Íslandi. Banna að selja Áfengi á Íslandi. Banna að selja Bensín á Íslandi. Banna að selja Olíu á Íslandi.Banna að Leysa vind á Íslandi.Allir eiga bara að gera eins og ég vil,og ekkert múður.Nei mér finnst nú vera farið offari í ýmsum efnum hér á skerinu nú til dags, því miður! Spurning hvort við ættlum að feta í fótspor Norður Kóreu!!!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 28.4.2014 kl. 14:09
Eðlilegt eins og Aage bendir á í upphafsinnleggi, að banna þá líka öll farartæki sem ganga fyrir olíu eða bensíni. Miklu meiri mengun frá því. Ef þú situr úti á kaffihúsi þar sem bílar keyra um, þá er bílaumferðin meira pirrandi heldur en reykingar einstakra nikótínista. Bönnum reykingar, bíla, flugvélar og skip til að byrja með og sjáum svo til.
Guðmundur Pétursson, 28.4.2014 kl. 20:22
Alltaf hlaupa reykingamenn upp með þennan ótrúlega bjálfalega samanburð við útblástur bifreiða og spurning hvort næsta haldreipið til að styðja við málstaðinn sé ekki viðrekstur mannkynsins og mjólkurkúa svo reykingarmenn geti nú hengt sig í einhverjum fyrirslættinum til að verja þessar endalausu hvimleiðu subbulegu illa lyktandi reykingarnar sínar.
Fínt að banna og þrengja rétt reykingarmanna eins og mögulegt,hellst þannig að þeir neyðist til að hætta að reykja fyrir fullt og allt og spara heilbrigðis kerfinu offjár í leiðinni
Allavega er reyklausum held ég yfir línuna hjartanlega sama þótt reykingarmenn hætti að reykja og særir ekki neinn sem ekki reykir og ekki mengar heldur það fyrir hinum ef þeir hætta að reykja.
Nú verður gaman að sjá viðbrögð þeirra sem reykja......
Riddarinn , 28.4.2014 kl. 20:34
Málið er ekki að banna eins og þið í fáránleika ykkar röflið - heldur að þeir sem reykja geri það ekki þar sem þeir sem ekki reykja neyðast til að reykja með þeim - er það til of mikils mælst að reykingamenn neyði ekki aðra tiul að reykja ? Að þeir virði frelsi annarra ril að vera laus við reykinn þeirra ?
Eins og John Stuart Mill sagði eitthvað á þann veg, að frelsi einstaklingsins nær ekki lengra en að frelsi næsta manns.
ÞIÐ FREKJUFANTAR OG EIGINHAGSMUNASEGGIR SKYLDUÐ MINNAST ÞESS !
Predikarinn - Cacoethes scribendi , 29.4.2014 kl. 01:23
Smáralind er með reykstubbahólfin við hliðina á inngangnum. Hvað er það annað en að senda þau skilaboð að það sé leyfilegt reyksvæði?
Annars hef ég nákvæmlega enga trú á að tvær þrjár sekúndur af tóbaksreyk undir berum himni geti skaðað manneskju. Ég myndi hafa meiri áhyggjur af útblæstrinum á risastóra planinu. Þetta snýst auðvitað ekkert um heilsu fólks þetta er bara einhver pirringur út af lyktinni.
Hallgeir Ellýjarson, 29.4.2014 kl. 01:37
Það er vinsælt hjá Framsókn að ráðast á minnihluta hópa og treysta því að það sé nóg af ömurlegum fílupúkum sem finnst réttlætanlegt að níðast á öðrum, svo lengi sem það eru ekki þeir.
Allir þeir sem skrifa hér inn eins og þetta sé kappsmál á milli þeirra sem reykja og þeirra sem reykja ekki, eru sennilega á launum hjá Ómari Mussolini við að sundra fólkinu.
Þeir sem tala um að það þurfi að hafa vit fyrir öðrum, ættu kannski að líta í spegil og sjá hvað þeir geta bætt við sjálfann sig áður þeir fara að hafa vit fyrir öllum heiminum.
Þar sem það er verið að flokka fólk, þá er ég ekki reykingar maður. Ég er hins vegar heldur ekki drúngalegur ofsókarmaður og vill þar af leiðandi ekki banna hluti sem er fáránlegt að banna.
Pollinn (IP-tala skráð) 29.4.2014 kl. 06:52
þetta er þvæla. Svona bann stenst varla ákævði í stjórrnarskrá heldur. Ég mun persónulega tala við alla sem ég þekki sem reykja verði þetta að veruleika og mæta fyrir utan bæjarstórnarskrifstofur þarna til að reykja! Ég sem ekki reyki mun líka leggja það á mig að reykja þarna. Þvílka fasista þvælan sem þetta er!
Enn um að gera að banna reykingar allstaðar innandyra. þetta er óholt og ógeðslegt. Enn þetta er of langt gengið!
óli (IP-tala skráð) 29.4.2014 kl. 11:31
Mér finnst að það se verið að stappa örlítið á frelsi fólks, ég mun aldrei skilja svona fasisma og að fólki finnst þetta réttlætanlegt á einhvern máta. Þetta er svona mentality 'eg veit betur og eg veit betur fyrir ykkur hina líka, þannig þið fáið ekkert um það sagt'. Fasismi. Ég reyki ekki en mér býður við hvað er verið að stíga mikið inní líf fólks og hvað það gerir. Ég gæti vel skilið þetta ef reykingafólk myndi elta mann uppi, en þetta er ekkert annað en að stiga nokkur skref til hliðar til að komast frá reyknum. Það er vissulega ekki góð lykt af þessu og þetta er óhollt. Eigum við þá ekki að fara að banna óhollan, lyktandi mat á almannafæri líka.
Diljá (IP-tala skráð) 29.4.2014 kl. 12:18
"en reykinga fólk hefur enga skynsemi né virðingu gagnvart öðrum í kringum sig. " Þetta sýnir bara hversu ótrúlega brenglað heilabúið þitt er ragnar. Þú ert að dæma heilan hóp á engu öðru en heimskunni þinni. Ég á fjölskyldumeðlimi sem reykja, og trúðu mér það er margfalt færara en þú um að nota heilann.
Diljá (IP-tala skráð) 29.4.2014 kl. 12:21
Ég hélt þessi frétt væri brandari. Gerði mér ekki grein fyrir því að svona geðsjúklingar byggju hérlendis.
virkilega (IP-tala skráð) 29.4.2014 kl. 13:02
Ég krefst þess að bæjarfulltrúum í Kópavogi verði bannað að reka við og bannið gildi um báða enda á þeim!
corvus corax, 29.4.2014 kl. 16:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.