11.8.2012 | 02:23
Nemendur hans ?
Þurfa þeir þá ekki að taka námið aftur ???
Guðfræðikennari laug til um gráðu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
aage
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þvílíkt leikrit og tvöfeldni. Í fyrsta lagi er Guðfræði engin fræði né vísindi. Frekar hobby sem er allt í lagi að stunda hafi fólk áhuga. Og í þessu leikritanámi lýgur einn um doktorsgráðu... ;)
Hvað er doktorsgráða? Ekki neitt í þessu tilviki. Nákvæmlega ekkert annað enn aðferð til að mjólka Ríkið á peningum. Önnur lönd gera það sama svo þá verður vileysan lögleg á Íslandi.
Að það skuli vera hægt að verða doktor í guðfræði er að hæðast að allri menntun yfirleitt og gera hana virkilega vafasama. Það á að sjálfsögu ekki að eyða skólaplássum í jafn mikla endemis hégóma eins og guðfræðisnám og að þessar stúdíur skuli vera kallað nám er einn af bestu bröndurum nútímamannsins,,,
Óskar Arnórsson, 11.8.2012 kl. 06:56
@ÓA:
Þarna hrærir þú saman eigin andúð á trúarbrögðum og menntun. Biblían er mikið og á köflum flókið rit og þú opinberar hér vanþekkingu þína á því riti. Þú ættir að segja múslimum það sama um þeirra trúarrit :-) Spurðu þá líka af hverju Múhameð hafi verið hrifinn af börnum.
Þú kallar guðfræðinám hégóma. Hvað með nám í listum? Eru þær hégómi? Málið snýst einfaldlega um að koma til móts við fólk sem vill læra tiltekna grein, hvort sem um er að ræða stærðfræði, guðfræði eða listir. Best væri auðvitað að þeir sem stunda háskólanám borgi það alfarið sjálfir.
Ef ég man rétt kostar um 9 milljónir að mennta lækni frá HÍ. Hve stóran hluta greiðir nemandinn sjálfur? Af hverju ætti ég að greiða fyrir nám aðila sem ég þekki ekki, nám sem jafnvel nýtist þjóðfélaginu ekkert þar sem margir læknar kjósa að starfa erlendis.
Leggja á niður ríkisstyrki til háskóla, þeir sem þar stunda nám verða einfaldlega að greiða fyrir sitt náms sjálfir enda þeir sjálfir sem njóta góðs af því.
Helgi (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 07:21
Ég er hræddur um að það væri nú enn meiri læknaskortur núna ef þeir hefðu allir þurft að borga námið sitt sjálfir.
Gg (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 09:19
Flest nám borgar sig vart fjárhagslega. Fóstrunám, kennarám, sjúkraþálfaranám, hjúkrunarfræðinganám. Þetta myndi í raun setja Ísland í sérstaka stöðu í Evrópu.
Hver á að borga iðnnám sem er oft margfalt dýrara en bóknám, nám í Vélskólanum, annað nám. Minni raunar á að sérnám lækna er miklu mun dýrara og flóknara en grunnámið og það hefur íslensk þjóð fengið ókeypis hjá nágrannalöndum. Á íslensk þjóð þá að greiða Svíum, Norðmönnum, Dönum og fleirri fyrir þetta.
Augljóslega þarf fullkomlega að endurskoða alla taxta ef leggja á námsgjöld á allt nám og þetta mun augljóslega reka fólksflóttan. Enn ein ástæðan er að yfirgefa Ísland er að komast í nám. Ísland breytist þá í einfalda verstöð og þjóðgarð og verður einmanalegt á elliheimilum landsins.
RG (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 10:06
Það er púra grín að svona hjátrúarrugl se í háskóla.. auðvitað verða trúaðir að stofna sinn eigin galdraskóla.. Galdraskólinn hans Gudda og Sússa
DoctorE (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 10:27
Ég er sammála um að það sé ekki hægt að láta alla borga bara sitt nám, það er bara á grundvelli þess að stór hluti af fólkinu í landinu þarf að sætta sig við léleg laun við að skapa aðstæður fyrir aðra til að hafa það gott, ef að þeirra börn sé svo gert ómögulegt að komast í nám til að reyna að rétta sinn hag, mun vera endanlega búið að skipta þóðfélaginu (sem er reyndar verulega skift nú þegar) í þá flottu og bestu og svo aumingjana. Þetta mundi samt ekki fara svo því fólk mundi bara flýja ísland og landið verða einmannalegt eis og bent er á hér að ofan.
Ég er líka samála því að trúarlegt nám (allra trúrbragða) er í raun brandari á tækniöld. En gera má ráð fyrir að þessi kennari hafi nú verið búinn að læra stærstan hlutan og aflað sér upplýsinga af því sem upp á vantar og hafi því ekki verið bara jólasveinn í tímum og nemendur því ekki illa staddir
siggi (IP-tala skráð) 11.8.2012 kl. 10:58
Helgi. Guðfræði er ekki menntun af neinu tagi, leiðir ekkert og er og verður tómar spekulationer um hluti sem hafa ekkert með vísindi að gera. Ég hef enga andúð á menntun nema síður sé og les bara úr því sem þú skrifar að ert að reyna að hræra saman ólíkum hlutum. Af hverju eru ekki sálarrannsóknir í háskólanum?
Það er svo langt á milli starðfræði og það sem háskólinn kallar "Guðfræði" að það ómögulegt að bera það saman. Guðfræðinám á ekki heima í háskóla og að kalla fólk Doktóra í Guðfræði er bara til að skammast sín fyrir árið 2012.
Íslendingar hafa aldrei tímt að reka skóla af neinu viti. Menn flýja til útlanda til að læra, stundum af því að þekkinginn er ekki til í landinu og það þarf að sækja hana annað, og svo til að geta lifað með náminu...
Ísland er einmanalegt vegna "aðalsins" sem hefur alltaf völdun og það skiptir engu máli hver er í opinberri stjórn landsins. Svo vel hafa þeir búið um hnútanna sem raubverulega ráða í landinu.
Nám á að vera ókeypis af einni ástæðu. Það er að gefa öllum sama tækifæri. Það er ekki hægt að tala um lýðræði hjá þjóð sem notar peningavöld til að búa til stéttaskiptingu og stýrir menntun í landinu í krafti fjármagnsins.
Það vantar endilega "Doktor í Jólasveinafræðum" svo titla hégómi Háskólans sé fullkomnaður...
Óskar Arnórsson, 11.8.2012 kl. 17:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.