Getur einhver útskýrt fyrir mér ?

 Ég er viss um að ég er ekki einn um að velta þessu fyrir mér.

 Hvernig höfum við efni á að byggja hátæknisjúkrahús fyrir,  samkvæmt áætlunum 60 til 80milljarða ef við getum ekki borgað læknum mannsæmandi laun ??.

 Hvað eru vextir af þessari upphæð á ári ?? 

 Væri ekki nær að nota þessa peninga eða brot af þeim í að borga læknum þau laun sem þarf til að halda þeim hér ,endurnýja það sem þarf á Landspítalanum ásamt tækjum og tólum.  Eyða þessum peningum frekar í að byggja upp það sem við þegar höfum.

 Hvaða gagn er í flottu hátæknisjúkrahúsi ef við fáum ekki góða lækna til að vinna þar ?

 

 


mbl.is Ný hlustpípa og hlaupaskór duga ekki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón  Benediktsson

Ég er sjálfsagt ekki rétti maðurinn til að svara þessu. Þetta snýst ekki um að "eyða" fjármunum - fremur að NOTA  fjármuni. Það er raunar sama hvað þú býður í laun ef aðstaðan er vonlaus og jafnvel hættuleg. Flestar byggingar núverandi Landspítala eru að grotna niður vegna trassaskapar, fúsks og skammsýni. Ekki er hægt að kenna um fjárskorti eingöngu.

Við þurfum að meta hvort við viljum gott og traust heilbrigðiskerfi með öllum sínum kostnaði eða við horfum á fólk missa helsuna án þess að bregðast við á neinn hátt. 

Þjóð sem hefur efni á allri vitleysunni í samfélaginu verður að breyta um kúrs EF VIÐ VILJUM ÞAÐ. Það er sorglegt að svo virðist sem aðeins þeir sem eru, eða hafa verið sjúklingar, skilja þetta. En það er 90% öruggt að öll verðum við veik á lífsleiðinni. Það eina sem skilur okkur að er tími gamli.

Sigurjón Benediktsson, 17.10.2013 kl. 20:15

2 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Tek undir með ykkur báðum, það þarf að nota fjármuni í uppbyggingu, mikilvægustu verðmætin eru samt að hafa hæfa lækna og missa þá ekki.

Sigurjón eins og þú skrifar þá eru Landspítalabyggingarnar að grotna niður og Guðmundur Karl segir lækna á steralyfjum vegna myglusveppa í Landspítalanum. Ef byggja á nýtt hátæknisjúkrahús þá verður samt að sinna viðhaldi á gamla Landspítalanum og Fossvogsspítala, menn komast ekkert frá því.

Anna Björg Hjartardóttir, 17.10.2013 kl. 21:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

aage

Höfundur

aage
aage
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband